Leiruskeri (Hediste (Nereis) diversicolor)
Útlit
Leiruskeri er marglitur, rauð- og grænleitur skeri, sem lifir grafinn í leirur lóna og árósa, getur orðið 12 cm að lengd. Hann er frekar slappur eða linur þegar hann er höndlaður og sé honum lyft, t.d. með blýanti um miðjuna, lafir hann niður sitthvoru megin eins og slytti.
Útbreiðsla
Finnst í leirum við árósa víða um land. Er útbreiddur við strendur Vestur-Evrópu.