Loshreistri (Harmothoe imbricata)

Útlit

Loshreistri telst til svokallaðra hreisturbaka eða hreistra. Þetta eru sérkennilegir burstaormar, því þeir eru breiðir og minna ekki mikið á orma. Þeir eru með áberandi bursta sem standa út úr hverjum lið. Þeir eru með hreisturplötur eða hreisturskildi sem liggja eftir endilöngu bakinu. Loshreistri er með 15 pör, meðan skjaldhreistri, annar algengur hreisturbakur, er með 12 pör, tvær aðrar tegundir háreistra með 15 pör eru sjaldgæfar. Hreisturplöturnar detta auðveldlega af, verði dýrið fyrir hnjaski. Lengd um 4 cm.

Fæða

Hreisturbakar eru rándýr sem elta uppi bráð sína sem eru önnur smádýr í fjörunni.

Útbreiðsla

Loshreistri  finnst undir steinum í grýttum fjörum. Hann hefur fundist víða frá Vestmannaeyjum vestur-, norður- og austurum til Melrakkasléttu. Loshreistri lifir víða í norðanverðum heimshöfunum öllum.