Lundatarga (Lecanora straminea)

Útlit

Lundatarga er grágrænleit hrúðurflétta með blaðkennda jaðra.  Randbleðlar eru 0,5-2mm á breidd og áberandi kúptir, langir og sívalir. Efra borðið er matt, gulgrátt eða grátt að lit. Askhirslur hennar eru disklaga, dökkbrúnar að ofan með ljósari þalrendur. Þær eru oftast margar og rísa vel upp af þalinu, 1-2 mm í þvermál.

Útbreiðsla

Lundatarga vex á klettum nálægt sjó, einkum í nágrenni fuglabyggða við norðurströndina. Hún hefur ekki sést lengra en 70 m frá sjávarmáli.