Mærudoppa (Skeneopsis planorbis)

Útlit

Smávaxinn kuðungur, flatvaxinn með mjög lága hyrnu. Fjórir vindingar, sem fara ört stækkandi og er grunnvindingurinn stór, saumurinn djúpur. Yfirborðið slétt, ómynstrað og stundum gljáandi. Munninn hringlaga. Móbrúnn, rauðleitur eða dökkfjólublár. Lengd og breidd 2-3 mm.

Líkist ránarögn, sem er enn minni og hyrnulaus og ekki eins algeng og mærudoppa.

Fæða og tímgun

Fæðan er þörungar og grot. Dýrin eru einkynja og fósturvísar þróast í sviflægar lirfur og síðar í ungviði áður en þeir verða fullorðnir.

Útbreiðsla

Um neðri hluta grýttra fjara, þar sem hún situr oft í mikilli mergð á þörungum. Útbreidd um land allt og beggja vegna Atlantshafs, frá Grænlandi suður til Flórída að vestan og Hvítahafi suður til Kanaríeyja að austan.