Mæruskel (Cyamium minutum)

Útlit

Gulleit eða brúnleit nokkuð kúpt skel.  Óreglulegar lengdarrákir, nefið er áberandi og vel framan við miðju.  Lítil skel, oft um 3 mm að lengd.

Fæða og æxlun

Síari, tekur fæðu úr sjónum sem streymir í gegnum lífveruna.  Ytri frjóvgun, lirfa þroskast fljótlega eftir frjóvgun, lirfan leitar uppi hentugt búsvæði og sest þar að og þroskast í skeldýr.

 Útbreiðsla

Lifir í grýttum fjörum og situr gjarnan föst á þörungum, stundum mjög margar saman.  Fundin víða í kringum landið en er algengust við vestanvert Ísland.  Strandsvæði umhverfis norðurpólinn, með Atlantshafströnd Evrópu, við NA-Kyrrahaf frá Alaska suður til Kaliforníu og austan megin suður til Massachusetts.

Of smá til að hægt sé að nytja hana.