Marígull (Echinus esculentus)
Útlit
Marígull er stórt, nær hnöttótt ígulker, alsett göddum. Hann er rauðleitur eða fjólublár að lit, um 8 cm í þvermál.
Marígullinn er stærri en skollakoppurinn, sem er grænleitur og mun algengari. Vegna litarins eru þeir einnig kallaðir rauðígull og grænígull.
Fæða og tímgun
Fæða og tímgun eru svipuð og hjá skollakoppi.
Útbreiðsla
Finnst neðst í grýttum fjörum og alveg niður á 1200 m dýpi. Lifir við Vestur-Evrópu frá Noregi suður til Portúgal.
Nytjar
Egg maríguls þykja lostæti, esculentus þýðir ætur.