Marinkjarni (Alaria esculenta)

Útlit

Stórvaxinn þari, auðþekktur á greinilegri miðtaug og himnukenndum blöðum. Þöngulhausin, er margkvíslaður, leggurinn sívalur, gróblöð vaxa á stilkum ofanverðum. Marinkjarninn er dökkbrúnn eða grænleitur að lit, með litlum dökkum dílum, sem eru hárskúfar þegar betur er að gáð. Blað getur náð meira en 30 cm á breidd og plantan 4 m lengd.

Beltisþarinn er án miðtaugar og mun sterkbyggðari.

Útbreiðsla

Marinkjarni vex á brimasömum stöðum neðst í klapparfjörum og niður á 30 m dýpi. Hann finnst allt í kringum landið. Heimsútbreiðslan er norðarlega í Norður-Atlantshafi og -Kyrrahafi.

Útbreiðsla

Nytjar

Marinkjarni er góður matþörungur og var nýttur bæði til manneldis og sem dýrafóður fyrr á tímum. Sjá kaflann um nytjar.