Melgresi (Leymus arenarius)

Lýsing

Melgresi eða melur er stórvaxin grastegund, sem getur orðið allt að metri á hæð. Axið er langt og gróft, 12-20 cm að lengd. Blómstrar í júlí.

Dúnmelur er náskyldur og hefur honum verið sáð til landgræðslu. Efri hluti stönguls hans er loðin.

Útbreiðsla

Melgresið vex á foksöndum, vikrum og í fjörusandi. Það er algengt í kring um landið, og er einnig víða á móbergssvæði hálendisins. Á foksandsvæðum myndar melgresið sandhóla utan um sig.

Nytjar

Melurinn var nýttur áður fyrr, einkum í Skaftafellssýslum. Kornið var haft til manneldis. Rótartægjur voru notað í meldýnur, reiðinga og sem þvottaburstar. Fínustu rótarangarnir voru notaðir til sauma.