Mosadýr – Bryozoa

Þessi dýr lifa í vatni og eru flest sjávardýr, en einnig lifa þau í fersku vatni og ísöltu. Þau eru smávaxin og lifa nær öll í sambúum og er snúið að sjá stök dýr nema með stækkun. Sambúin eru breytileg að lögun og misjöfn eftir tegundum. Hún getur verið trjá- eða runnalaga, önnur eru eins og hlaupkenndir dropar og sum vaxtarform þessara dýra líkjast holsepum og jafnvel þannig að vera með harða ytri stoðgrind, og líta þá út svipað og smærri kórallar. Mosadýrin geta lifað á ýmsu undirlagi s.s. þörungum, skeljum og steinum. Lögun er breytileg, hún getur verið trjá- eða runnalaga Mosadýrin eru með krans af örmum sem eru þaktir bifhárum sem eru notaðir við fæðuöflun. Þau eru botnlæg og lifa á smásæjum þörungum og öðru svifi. Hver „einstaklingur“ í sambúi mosadýra getur verið um 0,5 mm að stærð en sambú geta verið frá einum sentímetra uppí einn metra að þvermáli. Mosadýr eru tvíkynja, sæði er veitt út í vatn þannig ekki eru um sjálffrjóvgun að ræða. Eftir frjóvgun myndast lirfa sem er sviflæg og hún ferðast með straumum þar til lirfan finnur hentugan bústað, sest þar að og myndar nýtt sambú. Lögun sambúsins getur verið afar fjölbreytileg og fer eftir því hvaða tegund mosadýra á í hlut. Stundum mynda þau þunnar, hvítar skánir á steinum, skelmum og þörungum, stundum greinótt tré eða blaðlaga vængi.

Mosadýr eru lítt áberandi í náttúrunni vegna smæðar en fjölbreytileikinn er nokkur þar sem þekktar eru yfir 5000 núlifandi tegundir af mosadýrum. Þó nokkrar tegundir lifa í fjörum við Ísland en erfitt er að greina þær í sundur. Á hafsvæðinu við Ísland hafa fundist um 200 tegundir mosadýra í hinu svokallaða BIOICE-verkefni https://www.ni.is/is/rannsoknir/voktun-og-rannsoknir/botndyr-islandsmidum-bioice/botndyr-islandsmidum-bioice-nanar