Möttuldýr (Tunicata, undirfylking)

Möttuldýr eru lítil sjávardýr sem eru undirfylking seildýra. Þetta eru lítil dýr (fáeinir cm) og því óáberandi. Þau eru pokalaga og festa sig við undirlagið. Þau geta verið flatvaxin. Dýrin eru með tveimur opum á efri hluta líkamans. Liturinn er margbreytilegur en þau geta verið nálagt því glær að lit. Fæðuna sía þau úr sjónum og eru því svokallaðir síarar. Á lirfustigi synda möttuldýrin um og líkjast fiskseiði, þegar því líkur finna þau sér hentugan stað til að lifa á og festa sig við undirlagið. Sum möttuldýr lifa stök en önnur í sambýli þar sem einstaklingur getur fjölgað sér kynlaust með svokölluðum knappskotum. Nokkrar tegundir möttuldýra hafa fundist hér við land en þau eru ekki áberandi í fjörunni vegna smæðar og svo eru þau einnig neðst í fjörunni. Á heimsvísu eru til um 3000 tegundir af möttuldýrum. Myndirnar eru af glærmöttli (Ciona intestinalis)

Útbreiðsla glærmöttuls