Mottumaðkur (Fabricia stellaris)

Útlit

Smávaxinn burstaormur sem liggur í pípum úr samlímdum ögnum, lengd 5 mm. Hann er sums staðar mjög algengur og mynda pípunnar samfelldar mottur á steinum, þörungum og á yfirborði leira. Ekki er alltaf gott að átta sig á að þarna sé um fjölda dýra að ræða. Þegar sjór fellur yfir, þá stinga ormarnir út kransi þreifara til að afla sér fæðu. Ósamaðkur (Manayunkia aesturariana) er svipaður og finnst helst á leirum við árósa.

Fæða

Fæðan er lífrænar agnir, grot og svif.

Útbreiðsla

Mottumaðkur finnst víða um allt land, útbreiðsla hans er við norðanvert Atlantshaf og eitthvað er af honum í Kyrrahafi.