Nánar um verkefni

Í fjörunni er hægt bardúsa ýmislegt. Eitt það mikilvægasta er að öðlast einhverja þekkingu á þeim lífverum sem þar lifa. Til að byrja með er gott að þekkja þær algengustu og mest áberandi og læra síðan að þekkja hinar síðar. Hér er vert að minna á orð Baba Dioum skógarverkfræðings, náttúrverndarsinna og skálds frá Senegal: „In the end, we will protect only what we love, we will love only what we understand, we will understand only what we are taught.“ Það má þýða „Þegar allt kemur til alls þá verndum við aðeins það sem við elskum, við elskum það sem við skiljum, við skiljum einungis það sem okkur er kennt“. Stór hluti að heimsókn í fjöruna er það að upplifa náttúruna, fjölbreytileika, undur, finna fyrir krafti sjávar svo eitthvað sé nefnt. Það er rétt að minna á umgengnisreglur fjörunnar sem verður að hafa í heiðri, þær eru birtar neðst á þessari síðu.