Nökkvar

Nökkvar (Polyplacophora, flokkur)

Nökkvar eru lindýr með skel sem er úr átta plötum sem skarast. Þeir eru flatir og lögunin er sporöskjulaga. Við styggð þá hringar nökkvinn sig saman þannig að skelin ver dýrið. Nökkvar eru flestir litlir, en lengd nökkva getur verið frá 0,5 cm upp í fáeina tugi sentímetra. Þeir stærstu eru yfir 30 cm að lengd. Undir nökkvanum er fótur sem dýrið notar til þess að hreyfa sig. Fóturinn ásamt jaðar skelja og höfuðið er þakið húðlagi sem nefnt er kápa. Á nökkvum eru ekki fálmarar né augu. Tálknin eru hliðlæg og liggja ofan við fótinn. Nökkvar eru tvíkynja og eftir frjóvgun verður til sviflæg lirfa sem sest á botninn þar sem skilyrði eru hagstæð. Nökkvar lifa á hörðu undirlagi og finnast einungis í sjó. Útbreiðsla nökkva er frá hitabeltissjó og yfir í kaldsjó, þeir finnast á ýmsu dýpi allt frá fjöru og niður á nokkur þúsund metra dýpi. Flestir þeirra lifa þó í fjörunni. Um 940 tegundir eru þekktar á heimsvísu og fáeinar lifa hér við land.

Nökkvar

Deila á samfélagsmiðla

Go to Top