Plöntur

Fjölmargar fjöruplöntur, bæði þörungar og háplöntur, hafa verið nýtt hér á ýmsan hátt um aldir eins og fram kemur í inngangi þessa kafla. Um tíma varð nokkur lægð í nýtingu þörunga, en á síðustu árum hefur hlaupið mikið líf í hana aftur, sérstaklega til manneldis. Einnig hafa þörungar verið skornir á Breiðafirði síðan 1976 og  þurrkað og malað klóþang og hrossaþari nýtt sem aukefni í áburð, í vinnslu matvæla- og dýrafóðurs sem og í snyrtivörur.

Hlunnindi og nytjar úr fjöruflórunni fyrr og nú. h = sérstaklega tekið fram að sé aðeins nýtt í harðærum. Stuðst við Lúðvík Kristjánsson, Íslenska sjávarhætti 1 og Íslenska matþörunga eftir Eydísi Mary Jónsdóttur o.fl.
  

Mannamatur/

Lækningajurt

Skepnufóður/
fjörubeit

Brenni

Áburður

BrúnþörungarBeltisþari

x

x 

x

 Bóluþang

h

xx

x

 Dvergþang

x

xx 
 Hrossaþari

x

xx

x

 Klapparþang 

x

x

 
 Klóþang

?

xx

x

 Marinkjarni

x

x 

x

 Skollaþvengur

x

  

x

 Skúfaþang  

x

 
 Stórþari

h

xx

x

RauðþörungarFjörugrös

x

x 

x

 Purpurahimna

x

x

  
 Sjóarkræða

x

x

  
 Söl

x

x

  
 Þangskegg

x

   
GrænþörungarMaríusvunta

x

   
 Slafak

x

   
HáplönturFjöruarfi

x

x

  
 Fjörukál

x

   
 Marhálmur

h

x 

x

 Melgresi

x

   
 Sæhvönn

x

   
 Sjávarfitjungur 

x

  
 Skarfakál

x

x

  

Ýmsar fleiri nytjar tíðkuðust, marhálmur var nýttur í einangrun húsa og dýnur, melgresi í reiðing og til sauma, sæhvönn var fyrst og fremst lækingajurt. Og er þá ekki allt upptalið.