Prasiola stitpitata

Útlit

Smávaxinn grænþörungur sem vex á klöppum efst í fjörunni, þar sem sjávarúða gætir, stundum í þéttum breiðum. Hann verður varla meira en 1 cm á lengd, er blaðlaga með áberandi stilk. Í smásjá sést, að frumurnar eru ferhyrndar og raða sér saman fjórar og fjórar og mynda reglulegt, línulegt mynstur.

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum og vex í næringarríkum búsvæðum þar sem sjófuglar halda sig. Finnst í kaldtempraða beltinu, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Enn vantar íslenskt heiti á þennan þörung.