Purpurahimna (Porphyra umbilicalis)

Lýsing

Blöðin eða himnan er hnöttótt eða óregluleg að lögun, 5-20 cm að þvermáli. Festa er í miðju blaði, sem festir himnuna við klappir og eru oft brot og rifur í átt að miðju. Liturinn er nokkuð breytilegur eftir árstímum, himnan er oftast brúnfjólublár eða daufólífugrænn, en ljósgrá á jöðrunum. Þegar purpurahimna er á þurru, glampar á hana og hún minnir jafnvel á olíubrák.

Nokkrar skyldar tegundir af ættkvíslinni Porphyra vaxa hér og líkjast henni. Þær eru torgreindar og þarf smásjárskoðun til að greina þær í sundur.

Útbreiðsla

Purpurahimna vex í miðlungs eða brimasömum klettafjörum. Hún er algengust efst í fjörunni, en síðsumars og á haustin vex hún einnig neðar í fjörunni. Hún er útbreidd beggja vegna Atlantshafsins, austan megin vex hún frá N-Noregi suður til V-Afríku.

Útbreiðsla

Nytjar

Purpurahimnan og skyldar tegundir rauðþörunga eru mikið nýttar, t.d. er hið japanska nori sem notað er í sushi gert úr nokkrum slíkum þörungum. Sjá nánar í nýtingarkafla.