Ranaormar

Ranaormar – Nemertea, fylking

Ormarnir eru óliðskiptir og með rana eins og nafn þessarar fylkingar gefur til kynna. Hann setja þeir út og nota til þess að afla sér fæðu. Raninn er einkennandi fyrir þessa fylkingu. Í útliti þá svipar þá til flatorma en eru lengri og stærri. Flestir lifa í sjó og margir eru botnlægir og kom sér fyrir í göngum í botnseti, aðrir synda um sjóinn. Þá er að finna frá fjöru niður á djúpsjávarbotn. Þeir lifa gjarnan á smáum hryggleysingjum og eggjum þeirra.   Lengd þeirra er breytileg, allt frá fáeinum millímetrum upp í nokkra metra. Þeir fjölga sér með kynæxlun og eru einkynja, egg eru yfirleitt frjóvguð við ytri frjóvgun. Ef ormarnir slitna í sundur þá geta sumir þeirra myndað nýja einstaklinga af þeim hlutum sem slitnuðu. Ranaormar geta verið lítt áberandi og fölir að lit en aðrir þeirra eru áberandi á litinn og það meira að segja í skærum litum eins og rauðir og appelsínugulir og jafnvel munstraðir.

Um 1200 tegundir þekktar og eru ranaorma að finna víða í vatni og þá sérstaklega í sjó. Nokkuð margar tegundir lifa í fjörum við Ísland en erfitt er að þekkja þá í sundur.

Ranaormar

Deila á samfélagsmiðla

Go to Top