Ránarkambur (Plocamium cartilagineum)

Útlit

Þessi rauðþörungur er auðþekktur á lögun greinanna. Greinarnar eru flatar og fremur breiðar, fjaðurgreindar og minnstu greinarnar mynda einhliða röð af 3-6 litlum greinum í röð, eins og kambur; rauð (skarlatsrauð) að lit. Hæðin er um 15 cm. Líkist engum öðrum íslenskum þörungi.

Útbreiðsla

Vex á vestanverðu Suðurlandi og sunnanverðu Vesturlandi, ef til vill víðar.  Vex á 5-25 m dýpi og er fast á klapparbotni, skeljum og þara. Losnar oft í óveðrum og rekur þá í talsverðu magni.