Rataskel (Hiatella arctica)

 Útlit

Hvítleit skel sem er breytileg að lögun en oftast frekar aflöng.  Hvít að innan.  Nefið er töluvert framan við miðju.  Á skeljunum eru oft óreglulegar blaðkenndar fellingar.  Stærð skelja er 3−4 cm.  Hýði er gulbrúnt.

Fæða og æxlun

Lifir á lífrænum ögnum og smásæjum þörungum, sem skelin síar úr sjó í umhverfi skeljarinnar.  Ytri frjóvgun, lirfa (fyrst trochophore og síðar veliger) þroskast fljótlega eftir frjóvgun, lirfan leitar uppi hentugt búsvæði og sest þar að og þroskast í skeldýr.

 Útbreiðsla

Lifir í grýttum fjörum umhverfis landið allt frá fjöruborði og niður á djúpsævi.  Geta lifað í holum í bergi og borað sig inn í mjúkt berg.  Hefur víða útbreiðslu allt frá Barentshafi , við norðanvert Atlantshaf beggja vegna, við Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku.

Nytjar eru engar.