Rauðskúfur (Cystoclonium purpureum)
Lýsing
Greinóttur, fremur stór rauðþörungur. Sterklegar, runnakenndar aðalgreinar og grennri hliðargreinar, ystu greinaendar þunnir og yddir, stundum uppsnúnir. Rauðleitur að lit. Lengd 10-40 cm. Rauðskúfur er fastur við undirlag með rótarlaga festu.
Líkist helst Surtarjafna (Rhodomela lycopodiodes) en er töluvert rauðara og hefur rætlinga ásamt uppsnúnum greinóttum greinum í stað burstalaga.
Útbreiðsla
Vex í grýttum fjörum eða klapparfjörum, skjólsælum til í meðallagi brimasömum. Algengur um land allt nema síst á Austurlandi og með sendinni Suðurströndinni. Vex við strendur allra heimshafa, frá Ástralíu til Íslands og jafnvel norðar.
Nytjar eru ekki kunnar.