Roðakrossi (Henricia sanguinolenta)

Útlit

Roðakrossi er lítill eða miðlungsstór krossfiskur sem getur verið fallega rauður eða fjólublár á litinn. Þvermál hans getur orðið 8 cm.

Hann er auðgreindur frá stórkrossa á lit og mund sléttari húð.

Fæða og tímgun

Roðakrossinn er meiri síari og minna rándýr en stærri frændur hans.. Roðakrossi finnst gjarnan í nágreni við aðra síara, t.d. svampa og möttuldýr sem þyrla upp sjó þegar þeir eru að sía. Hann nýtur góðs af því en virðist þó éta aðeins af þessum dýrum líka. Roðakrossinn gætir eggja sinna og afkvæma þar til þau skríða í burtu, ólíkt öðrum krossfiskum.

Útbreiðsla

Roðakrossi finnst neðst í grýttum fjörum, á og undir steinum, víða um land. Hann útbreiddur um norðurhvelið, bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi.