Rusl í fjörum mengar víða fjörur. Það á við á Íslandi eins og í öðrum löndum. Ýmsir þætti hafa áhrif á uppsöfnun rusls í fjörum, s.s. fjörugerð, straumar, nágrenni við þéttbýli. Umhverfisstofnun vaktar rusl í fjörum á Íslandi, þetta eru fimm svæði sem eru öll á vestur hluta landsins. Verkefni þetta er rekið í tengslum við OSPAR sem er alþjóðlegur samningur um verndun Norðaustur-Atlantshafsins. Á vef OSPAR eru ítarlegar leiðbeiningar sem má nýta ef það á að fylgjast með rusli í fjöru, sjá https://www.ospar.org/work-areas/eiha/marine-litter/assessment-of-marine-litter/beach-litter. Við tókum þann pólinn í hæðina að nýta að flokkun mengunar í fjöru samkvæmt kerfi sem búið var til af Bresku umhverfisstofnuninni (Environment Agency, EA) og hóp þeim sem hefur með ruslmengun í vatni á Bretlandi að gera (National Aquatic Litter Group, NALG). Strönd sem fær einkunnina A er þá í mjög góðu ástandi, B er gott ástand, C er sæmilegt og D afleitt. Nánari útlistun á hvernig meta eigi stöðuna er í töflunni hér að neðan. Lengd svæðis sem er athugað þarf að vera staðlað og ágætt að miða við 100 m langt snið sambærilegt því og miðað við er OSPAR leiðbeiningum sem vísað er í hér að ofan. Breidd svæðis er frá flæðarmáli og upp að stórstraumsflóðmörkum. Á þennan máta má fá mælikvarða á mengun fjöru. Þessa mælikvarða er upplagt að nýta þegar unnið er að strandhreinsun sbr. verkefni á Fjörulífsvefnum. Nánari upplýsingar um flokkunarkerfið má finna í skýrslu sem gefin var út af EA/NALG 2000. Environment Agency and the National Aquatic Litter Group. Assessment of Aesthetic Quality of Coastal and Bathing Beaches. Monitoring Protocol and Classification Scheme. Það væri forvitnilegt að beita þessari nálgun á íslenskar strendur og það er vonandi að fjörur flokkist sem mest í A. Fjaran á Gróttueiði, Seltjarnarnesi, var metin sjónrænt í júní 2023 og var hún flokkuð í A-flokk. Víða er rusl að finna í miklu magni í fjörum í löndum sem eru á suðlægari breiddargráðu en Ísland. Í rannsókn einni sem gerð var í Guyana í Suður-Ameríku árið 2018 þá var enginn strönd sem náði einkunn A, tvær náðu einkunninni C og þrjár fengu D. Í þessari rannsókn var sömu flokkunaraðferð stranda beitt og EA/NALG gáfu út fyrir Bretland árið 2000.

Flokkun stranda með tillit til rusls (Byggt á bresku umhverfisstofnuninni og NALG).

FlokkurGerðRusl, nánarABCD
SkolpAlmenntHreinlætisvörur, s.s. klósett-pappír, getnaðarvarnir o.þ.h.01 – 5

 

 

6 – 1415 +
Skolptengt ruslEyrnapinnar 0 – 910 – 4950 – 99100 +
Stórt ruslÝmsum togaHjólbarðar, hjól, innkaupavagnar, vörubretti o.þ.h. Rekaviður er ekki talinn með. 01 – 56 – 1415 +
Almennt smærra ruslÝmsum togaDrykkjarumbúðir, matarumbúðir o.þ.h.0 – 4950 – 499500 – 9991000 +
Skaðlegt ruslÝmsum togaHættulegt mönnum og dýrum s.s. brotið gler, vír, snæri, net, málmar sem hægt er að skera sig á, eiturefni, skotfæri, dauð húsdýr.01 – 56 – 2425 +
Uppsafnað sorp og sorphrúgurÝmsum togaRusl sýnilegt af færi, borist með vindi eða sturtað á ströndina, oft við stórstraumsflóðamörk.01 – 45 – 910 +
Olía Olía og tengd efni.EnginnVottur af efnumTil vandræðaVerulegt magn
SaurFrá dýrumHundaskítur01 – 56 – 2425 +