Sæhvönn (Ligusticum scoticum)

Lýsing

Sæhvönn er af sveipjurtaætt. Blómsveipirnir eru hvítir, en aldinin græn. Blöðin eru með stilk og þrífingruð, þykk og gljáandi. Hún er fremur hávaxin, 30-60 cm.

Auðþekkt frá ætihvönn og geithvönn, m.a. á stærð, er minni en þær, þrífingruðum, glansandi blöðum, öðruvísi blómskipun og myndar ekki hvannstóð eins og þær.

Útbreiðsla

Vex nærri sjó, í urðum, hömrum, sjávarbökkum og bollum. Sæhvönn er algengust á vestanverðu landinu.

 

 

 

 

 

Nytjar

Sæhvönn er gömul lækningajurt. Rót og fræ voru nýtt gegn ýmsum kvillum.