Sagþang (Fucus serratus)
Útlit
Sagþang er fremur stórvaxið, brúnt þang. Blöðin eru greinótt, oftast kvíslgreind, 1-3 cm breið, með hárdílum á blöðum og eru með sterklegri miðtaug. Þau eru sagtennt, sem er einkennandi fyrir tegundina, tennurnar vísa upp. Kynbeðin eru flöt og vaxa á enda blaðanna. Þangið er fjölært. Liturinn brúnn, gulur eða grænn, 30-60 cm á hæð.
Auðgreint á tönnunum og er án flotbóla.
Útbreiðsla
Sagþang er fremur nýr landnemi í þörungaflóru landsins, það vex neðarlega í grýttum, fremur skjólsælum fjörum á Suður- og Suðvesturlandi, frá Vestmannaeyjum og í Hvalfjörð. Það algengt við strendur Evrópu, frá Norður-Noregi suður til Portúgal og hefur numið land í Kanada nýlega.
Nytjar eru engar.