Sandmaðkur (Arenicola marina)

Útlit

Sandmaðkurinn er allstór burstaormur sem grefur sig í leirur, sem gjarnan eru kenndar við hann. Hann er allstór, oft um 15-20 cm að lengd. Hann er rauðleitur með rauðum burstum. Afturendinn er burstalaus.

Fæða og æxlun

Sandmaðkurinn býr neðst í U -laga göngum, þar sem hann stendur á haus. Í öðrum armi ganganna síar hann æti úr sjóblönduðum leir og sandi, er setæta, við hinn arminn eru haugar af úrgangi. Vegna leðjuátsins myndast lítil dæld eða hola við hlið skítahrauksins.

Sandmaðkurinn er tvíkynja, það er að segja er með kynfæri beggja kynja. Á haustin senda þeir egg og sæði út í sjóinn en það þarf sæði frá einum maðki til þess að frjóvga egg frá öðrum, þeir geta ekki æxlast með sjálfum sér.

Útbreiðsla

Sandmaðkurinn er afar algegnur á leirum um land allt, en einnig í leðju- og sandskikum í annars konar fjörum. Hann er útbreiddur við strendur Norðvestur-Evrópu.

Nytjar

Sandmaðkurinn var fyrrum mikið notaður til beitu. Hann er vinsæl fæða fugla, t.d. tjalds og fleiri fugla með langan gogg.