Skarfakál (Cochlearia officinalis)

Lýsing

Skarfakál er af krossblómaætt. Það er lágvaxin jurt, 10-30 cm há, með nær kringlótt, þykk og glansandi blöð, 2-4 cm að þvermáli. Blómin er hvít, í klösum. Aldinið er gulleitt, hnöttótt eða egglaga. Blómgast í maí-júní.

Engar plöntur líkjast skarfakáli.

Útbreiðsla

Vex í fuglabjörgum, klettum og klöppum í fjörum. Finnst einstöku sinnum hátt til fjalla inni á hálendinu eða við vatnslitla árfarvegi og eru fjallaplönturnar mjög smávaxnar. Vex víða um land, en síst í sandfjörum eins og á Mýrum, við Öxarfjörð, Héraðsflóa eða Suðurströndina.

Nytjar

Skarfakál er þekkt lækningajurt og C vítamíngjafi gegnum aldirnar. Nánar í nytjakafla.