Skollaþvengur (Chorda filum)

Útlit

Langur, óskiptur og sívalur, holur þráður. Hann er festur við botninn með skífulaga festu. Þvermál þráðarins um 5 mm og lengdin allt að 4 -6 m. Litur brúnn. Skollaþvengur er einær og er vaxtarhraðinn mestur fyrri hluta árs.

Líkist lóþveng, sem finnst á svipuðum slóðum, en hann er þakinn brúnni ló.

Útbreiðsla

Vex í fjörupollum neðst í skjólsælum klappar- eða grjótfjörum og niður á 15 m dýpi. Hann finnst líka á skýlli stöðum. Algengur allt í kringum land. Finnst bæði í Norður-Atlantshafi og –Kyrrahafi.

Nytjar

Skollaþvengur var etinn áður fyrr og notaður sem áburður á tún.