„Skorpa“ (Hildenbrandia rubra)

Útlit

Dumbrauð eða brúnleit skorpa sem situr fast og fellur þétta að steinum í fjörunni. Jaðarinn er óreglulegur og oft er þekjan götótt. Þykktin er um eða innan við hálfur millimetri.

Líkist engum öðrum þörungi nema helst kalkskorpu, sem er þykkari, ljósari og oftast með heillegri jaðra.

Útbreiðsla

Vex víða í klapparfjörum eða grýttum fjörum. Tillaga að íslensku heiti: Fjörublóð.