Slafak (Enteromorpha linza)
Útlit
Hol, pípótt, ógreind, mismunandi breið himna, með bylgjótta jaðra. Stundum er eins og hún sé með litlar bólur í sér. Lengd 10-40. Stilklaga neðst, upp af festunni.
Margar tegundir af sömu ættkvísl, Enteromorpha, vaxa hér. Þær eru flestar greinóttar. Nöfnin maríuþang og brimsöl eru þekkt yfir slafakið. Sjá einnig „stubbslafak“ (Blidingia minima).
Útbreiðsla
Alls kyns fjörur. Þolir mismunandi seltu og getur verið einrátt í sumum fjörupollum. Finnst um land allt og víða um heim.
Nytjar
Slafak hefur bæði nýtt til matar og sem þurrka eða borðtuska, þar sem þurrkað slafak dregur í sig vökva.