Slöngustjörnur – Ophiuroidea

Þær eru skyldar krossfiskum og að sumu leiti líkar þeim í útliti. Þær margar fimm arma, en þeir eru lengri og mjórri en á krossfiskum. Lengstu armar hjá slöngustjörnum eru yfir 0,5 m langir. Hjá öðrum eru armarnir meira greindir og liðskiptir. Miðplatan er meira áberandi hjá slöngustjörnum en krossfiskum og greinileg skil á milli hennar og armana. Meltingarfæri og æxlunarlíffæri eru í miðhluta dýrsins en ná ekki út í armana eins og hjá krossfiskum. Munnur er miðlægt á neðri hluta dýrsins og þar eru kjálkaplötur („tennur“) sem myndaðar eru úr stoðgrind dýrsins. Sáld (op í sjóæðakerfi) eru yfirleitt á einni af kjálkaplötum á neðri hluta dýranna en ekki á efri hluta dýrsins eins og hjá krossfiskum. Dýrin eru ekki með endaþarmsop, úrgangur er losaður um belgi (bursae) á neðri hlið dýrsins sem gegna einnig hlutverki öndunar. Slöngustjörnur eru hræætur eða síarar (lifa á lífrænum leifum og smásæjum lífverum), þær geta komist nokkuð hratt yfir og nota armana sem eru mjög hreyfanlegir. Þegar slöngustjörnur hreyfa sig þá líkjast þær hreyfingum hjá slöngum. Sumar lifa staðbundnu lífi og festa sig við undirlag sem getur verið sjávarbotn, svampar eða kóralar.

Núlifandi tegundir slöngustjarna eru um 2000 og lifa þær víðsvegar í höfunum. Sjávarbotn er þeirra heimkynni, frá grunnsævi en einnig á ýmsu dýpi allt niður á djúpsjávarbotn í meira en 6000 m dýpi. Yfir helmingur tegunda lifir á dýpi meira en 200 m.

Slöngustjörnur – Ophiuroidea, flokkur.