Sólstjarna/Sæsól (Crossaster papposus)

Útlit

Sólstjarnan er með 10-12 stutta arma og er því ólík öðrum krossfiskum sem fjallað er um hér. Hún getur orðið 35 cm að þvermál. Sæsólin er rauð, rauðgul eða fjólublá á litinn með reglulegu munstri út frá miðjudisknum.

Fæða og æxlun

Sæsólin er rándýr og hrææta eins og flestir krossfiskar. Hún étur ýmsa botnhryggleysingja og jafnvel aðra krossfiska.

Útbreiðsla

Sæsólin finnst í köldum sjói á norðurhveli jarðar, bæði í Norður-Atlantshafi og í austanverðu Norður-Kyrrahafi. Hún finnst a landgrunninu frá Breiðafirði og austurum og aðallega á hörðum eða grófum botni. Hún finnst sjaldnar í fjörum en stórkrossi og roðakrossi.