Sölvahrútur (Ligia oceanica)

Útlit

Gráleitur, kvikur í hreyfingum, minnir á grápöddur (gráloddur) á landi, en er stærri. Hann er með grágræna, forneskjulega brynju á baki og langa halafætur.

Fæða og tímgun

Að mestu jurtaæta, fæðan eru þörungar, eins og þang og kísilþörungar, einnig reknar leifar af þörungum og dýrum. Sölvahrútur getur náð allt að þriggja ára aldri, en á afkvæmdi aðeins að vori eða sumri til á síðasta ári ævinnar.

Útbreiðsla

Sölvahrútur heldur til undir steinum og reknu þangi efst í fjörum. Hann er krabbadýr háður sjó, þó hann haldi að mestu til á þurru landi, í klapparfjörum og aðliggjandi klettum og sjávarfitjum. Útbreiðslan takmarkast við lítinn hluta landsins, frá Vestmannaeyjum (gæti verið horfinn þaðan) vestur á Reykjanestá og upp til Hafna og Ósabotna.