Spendýr

Spendýr (Mammalia, flokkur)

Það sem einkennir spendýr er eins og nafnið gefur til kynna er speni sem framleiðir mjólk en spenar eru á kvendýrum þeirra. Spendýr eru með jafnheitt blóð eins og fuglar og svo hafa þau öll hár svo eitthvað sé nefnt. Í heild hefur verið lýst tæplega 6.500 tegundum spendýra og afar fá lifa á Íslandi og eitt af einkennum íslenskrar náttúru er hve fá landspendýr finnast þar, en ástæða þess eru ísaldir og fjarlægð í næstu meginlönd. Sjávarspendýr hér við land eru hins vegar mun fleiri, ýmsar tegundir hvala og tvær tegundir sela kæpa hér við land og nokkrir aðrir selir sjást hér. Í fjörunni eru það helst selir sem fyrir augu ber, en stundum má sjá mink eða ref á hlaupum. Rottur má helst finna nærri þéttbýli en líklega eru þær sjaldséðari nú þegar skolp er hreinsað og dælt út á grunnsævi, opin skolpræsi eru líka að hverfa vegna hertari reglna í frágangi á þeim.

Spendýr

Deila á samfélagsmiðla

Go to Top