Steinskúfur (Cladophora rupestris)

Útlit

Dökkgrænn, þéttur, mjög greinóttur og fremur stinnur brúskur, sem stafar af þykkum frumuveggjum. Greinaknippin eru 5-15 cm löng. Greinarnar mynda hvasst horn.

Útbreiðsla

Vex á skuggsælum stöðum, mest undir þangi, um eða neðan við miðja fjöru, en getur þó vaxið niður á 20 m dýpi. Finnst helst í grýttum fjörum eða klapparfjörum, þar sem brimasemi er lítil eða nokkur og gjarnan sem undirgróður sagþangs. Steinskúfur vex um land allt nema við brimasamar sandfjörur Suðurstrandarinnar.

Nytjar þekkjast ekki.