Brúnslý (Ectocarpus siliculosus)
Útlit
Brúnir, greinóttir skúfar, 5-10 cm langir, sem vaxa á steinum og þangi. Þeir eru myndaðir af örfínum, mjúkum þráðum. Það er sérstaklega algengt á vorin.
Fleiri skyldar tegundir af þremur öðrum ættkvíslum vaxa á svipuðum slóðum, erfitt er að greina þær frá brúnslýi. Þar á meðal má nefna steinslý (Pylaiella littoralis).
Útbreiðsla
Vex um miðbikið á grýttum fjörum og klapparfjörum. Á myndinnni vex brúnslý á klóþangi á bryggju.