Svampar

Svampar (Porifera, fylking)

Svampar eru að mestu sjávarlífverur sem teljast fylking samkvæmt flokkunarfræðinni. Þeir eru nokkuð einfaldir að uppbyggingu og taka lögun sína eftir undirlaginu sem lifa á og eru því oft óreglulega lagaðir. Svamparnir eru með rásakerfi þar sem sjórinn streymir um, innstreymisopin eru fleiri en útstreymisopin. Þessi op má greina ef svampur er skoðaður, útstreymisopin eru meira áberandi en innstreymisopin. Straumi í rásakerfinu er viðhaldið af svipum sem eru innan í rásunum. Æti tekur svampurinn úr sjónum sem streymir um dýrið. Svamparnir eru með sérstakar frumur sem nefnast kragafrumur sem taka ætisagnirnar úr sjónum, sem geta verið bakteríur eða aðrar smásæjar lífverur. Í svömpum er ekki að finna vöðva-, taugakerfi eða meltingarfæri. Svampar geta lifað á grunnsævi allt niður á um 9000 m dýpi. Tölur eru á reiki um hve mörgum tegundum hefur verið lýst, 9000 á einum stað, en annars staðar er gefið upp 6000 tegundir.

Svampar

Deila á samfélagsmiðla

Go to Top