Tágamura (Argentina anserina)

Lýsing

Tágamura er blaðfögur, lágvaxin, skriðul planta (5–15 sm) sem blómstrar heiðgulum, fimmdeildum blómum í júní. Laufblöðin stakfjöðruð, með fimm til tólf pörum smáblaða.

Skeljamura líkist tágamur, en er minni um sig, ber færri pör smáblaða á fjöðruðum laufblöðunum, hefur fagurgrænni og minna loðin blöð og styttri renglur. Skeljamuran vex eingöngu á sjávarfitjum og er af sumum talin undirtegund tágamuru.

Útbreiðsla

Tágamuran er algeng allt í kringum land í sendnum jarðvegi, einkum nærri sjó eða meðfram ám.

Nytjar

Lækningajurt, hún er góð til að eyða bólgu, lina krampa og er mikið notuð gegn niðurgangi.