Þangfló (Hyale nilssoni)

Útlit

Fremur lítil (7 mm), grænleit marfló sem stekkur mikið. Fremri (neðri) þreifarar eru helmingi lengri en aftari (efri) þreifarar. Augun er lítil og kringlótt.

Fitjaflóin stekkur einnig mikið, en hún er ólík þangflónni, bæði hvað varðar búsvæði og útlit. Þessar tvær marflær eru þær einu sem ganga um á réttum kili, en skríða ekki á hliðinni eins og fjöruflær og aðrar marflær gera.

Útbreiðsla

Algeng um all þangbeltið og finnst víða um land, nema helst við brimasama suðurströndina. Er annars útbreidd og víða algeng í NA-Atlantshafi.