Þangló (Elachista fucicola)

Útlit

Litlir brúnir skúfar sem vaxa á þangi, aðallega bóluþangi en einnig á fleiri þangtegundum og jafnvel kólgugrösum. Þræðirnir eru að mestu ógreindir. Þeir mynda 1-3 cm háa, mjúka, pensillaga skúfa. Þeir geta setið nokkuð þétt og vaxið með öðrum þráðlaga brúnþörungum eins og steinslýi og svipuðum tegundum.

Vex m.a. á klóþangi eins og á meðfylgjandi mynd, en er auðþekkt frá þangskeggi, sem er mun stinnara og stærra, dumbrautt að lit, með kvíslgreindum þráðum.

Útbreiðsla

Vex á þangi í grýttum fjörum og klapparfjörum, einnig utan á bryggjum.