Þarahetta (Patella pellucidum)

Útlit

Þarahetta er hettusnigill, er í fyrstu bátlaga, en síðan hettulaga. Kuðungurinn er hálfgegnsær, en skelin þykknar með aldrinum. Liturinn er gulbrúnn – brúnn, gljáandi með dökkum röndum og stundum eru rendurnar skreytt með afar skærum bláum strikum, þau dofna með aldrinum. Hvirfillinn er vel framan við miðju. Munninn er sporbaugóttur eða egglaga, lengd hans er allt að 20 mm.

Olnbogaskel og meyjarhetta eru báðar hettulaga og líkjast þarahettu nokkuð, en eru með þykkari skeljar og annan lit.

Fæða og tímgun

Lifir á þara og þangi eins og nafnið bendir til. Hér við land eru það ígulkerið skollakoppur og sniglarnir þarahetta og þarastrútur sem eru algengustu þaraæturnar. Lirfurnar festa sig á þara og þang þar sem þær myndbreytast.

Útbreiðsla

Algeng víða um land. Finnst víða með ströndum Evrópu suður til Portúgal.

Nytjar eru engar