Þunnaskegg (Polysiphonia stricta)

Lýsing

Þunnaskegg er þráðlaga rauðþörungur, getur orðið 20 cm langur. Liturinn er rauður, en stundum upplitast greinar og verða gular. Hann hefur engan eiginlegan stilk, allar greinar eru af um það bil sömu þykkt og þær eru kvíslgreindar, oft samofnar, fremur linar. Þörungurinn er festur við undirlagið með smáum festum. Hann er fjölær.

Engar algengar tegundir líkjast þunnaskeggi.

Útbreiðsla

Vex utan í steinum eða á þarastilkum neðarlega í grýttum fjörum og í klapparfjörum. Útbreidd í fjörum beggja vegna Atlantsála.

Engar nytjar eru þekktar.