Tjónukrabbi (Hyas spp.)

Útlit

Trjónukrabbi eru í raun tvær tegundir krabba sem báðar eru algengar í fjörum landsins. Litli trjónukrabbi (Hyas coarctatus) og stóri trjónukrabbi (Hyas araneus). Sá stóri er alla jafna mikið stærri en sá minni en ungviði hans þekkis frá hinum minni á skjaldlögun. Skjöldurinn á litla trjónukrabba er lýrulaga meðan sá stóri er með beina trjónu. Stóri trjónukrabbi er fremur stór skjaldkrabbi en skjöldur hans gengur fram í trjónu eins nafnið gefur til kynna. Fætur eru 8, skjöldurinn er 4-9 cm breiður þar sem hann er breiðastur og svipaður að lengd. Augun eru framarlega á trjónunni. Á myndunum eru dýrin þakin ásetum, svampi á öðru og hveldýrum og hrúðurkörlum á hinu. Vafamál hvort þetta gagnist krabbanum eins og ásetunum? Trjónukrabbinn skiptir reglulega um skel meðan hann er að vaxa, skelin stækkar ekki.

Trjónukrabbategundirnar tvær líkjast engu sem lifir í fjörum, en dýpra má finna krabba eins og nornakrabba, hann er með miklu lengri fætur (stundum nefndur langfótur).

Fæða og æxlun

Trjónukrabbinn lifir á fjölbreyttri fæðu, aðallega á þörungum en hann étur einnig önnur dýr eins og sæfífla og fleira, sem og hræ. Eins og hjá bogkrabba verður mökun þegar kvendýr hefur skelskipti. Karlinn velur sér kerlu, sem hann hefur í gíslingu þangað til hún skiptir um skel og getur þurft að bíða í nokkrar vikur eftir því. Kvendýrin hrygna svo eggjum sem festast undir halanum á kviðnum. Lirfur eru sviflægar eftir klak.

Útbreiðsla

Trjónukrabbi finnst neðarlega í grýttum fjörum, undir steinum og í fjörupollum um land allt. Hann finnst beggja vegna Norður-Atlantshafs.

Nytjar

Trjónukrabbi þykir ágætur til átu.