Seildýr – Hryggdýr2021-03-30T08:35:18+00:00

Seildýr (Chordata, fylking)

Dýr í þessari fylkingu einkennast m.a. af styrktarstreng sem liggur með bakinu, svokölluð seil, hún er til staðar einungis á lirfu- eða fósturstigi hjá flestum þessum dýrum. Möttuldýr (Tunicata) og hryggdýr (Vertebrata) eru undirfylkingar seildýra. Hjá flestum hryggdýrum verður seil að hrygg er fóstrið þroskast. Það sem sem einkennir hryggdýr er m.a. að mænan er í hryggnum og þessi dýr eru með höfuðkúpu sem umlykur heilann, rif hlífa hjartanu og líffærum í brjótskassa. Þessi dýr eru með þroskuð skynfæri, munnur á framenda og flest með svokallaðan þarfagang á afturenda, sem er er sameiginlegt op fyrir þvag, saur og æxlun. Flokkun hryggdýra eins og annarra lífvera er í stöðugri þróun og getur verið breytilegt eftir heimildum hvernig skipað er í niður í hópa; eitt viðmið er að hafa sjö flokka í undirfylkingunni hryggdýr, þar á meðal eru t.d. fuglar, spendýr, beinfiskar og brjóskfiskar. Hryggdýr eru sá dýrahópur sem er einn sá mest áberandi í náttúrunni og svo á einnig við fjöruna.

Go to Top