Fiskar2023-02-24T17:48:58+00:00
  • Sprettfiskur

Fiskar (Pisces)

Fiskar lifa í vatni og anda með tálknum. Þeir eru með ugga sem eru til sunds og einnig til að stjórna för. Eyruggar samsvara framlimum og raufaruggar afturlimum landhryggdýra. Fiskar (Pisces) er ekki flokkunarfræðileg eining lengur. Flokkarnir beinfiskar (Osteichthyes) og brjóskfiskar (Chondrichthyes) eru nöfn sem flestir ættu að kannast við. Dæmi um beinfisk væri þorskur en skata er brjóskfiskur. Til fróðleiks má benda á bókina „Íslenska fiska“ eftir þá Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson, þar segir frá fiskum hafinu við Ísland og í fersku vatni. Fjaran er mikilvæg fyrir margar fiskitegundir, seiði ýmissa tegunda alast þar upp og svo lifa allnokkrar fiskitegundir í fjörunni. Þeir eru ekki áberandi þegar rölt er um fjöruna en helst má rekast á fiska í fjörupollum. Að koma auga á þá þar getur líka verið erfitt þar sem þeir eru varir um sig og gjarnan samlitir umhverfinu.

Go to Top