Hryggleysingjar2023-02-11T18:03:09+00:00
  • Olnbogaskel

Hryggleysingjar (Invertebrates)

Dýr þessi hafa ekki hrygg eins og nafnið gefur til kynna. Flest þeirra hafa því svokallaða ytri stoðgrind, en ekki innri stoðgrind eins og spendýr hafa og þar með talið mennirnir. Skrápdýrin sem eru stór hópur hryggleysingja eru reyndar með innri stoðgrind. Hryggleysingjar eru fjölskrúðugur hópur að útliti og hafa fjölbreytta lifnaðarhætti. Langflest dýr teljast hryggleysingjar, sumir segja 97%, og eru allar fylkingar dýra nema ein í þessum dýrahópi. Seildýr er fylkingin sem er undanskilin en þau hafa baklæga innri stoðgrind. Hryggleysingjar eru ekki flokkunarfræðileg eining heldur endurspeglar skipting dýraríkisins og áherslan á hryggdýr mannhverf sjónarmið sem gerir manninum og dýrum sem eru ættingjar hans hærra undir höfðuð en öðrum dýrum. Sá hópur dýra sem er fjölbreyttastur og með flestar tegundir innan hryggleysingja eru skordýrin. Þau eru hins vegar fá áberandi í fjörunni og lifa lítið í sjó. Aðrir hópar hryggleysingja eins og lindýr, krabbadýr og skrápdýr ríkja hins vegar í sjónum og í heimsókn i fjöruna rekst maður iðulega á fulltrúa þeirra.

Go to Top