Liðormar2021-03-30T08:53:04+00:00

Liðormar

Líkami þeirra er aflangur og ormlaga og hann skiptist upp í marga liði eins og nafnið á fylkingunni gefur til kynna. Flestir hafa höfuð fremst og svo liði þar á eftir sem eru að mestu eins að utan sem innan. Hver liður inniheldur m.a. blóðrás, taugar og úrganglosunarlíffæri. Vöðvaþræðir liggja í hring umhverfis dýrið og einnig langsum. Á liðum flestra þeirra eru svokallaðir burstar sem hjálpa þeim við hreyfingu og grip í umhverfi þeirra. Til eru yfir 20.000 tegundir sem lifa í ferskvatni, sjó og á þurru landi.

Liðormar – Annelida, fylking.

Go to Top