Grænþörungar2023-11-20T16:26:52+00:00
  • Maríusvunta

Grænþörungar (Chlorophyta)

Þetta eru lífverur sem eru algengar í vatni. Grænþörungar er ekki flokkunarfræðileg eining en þeir geta verið einfruma, í sambýli eða sem fjölfruma. Þörungarnir geta einnig lifað þar sem raki er nægur svo sem á jarðvegi, grjóti eða trjám. Þeir lifa einnig í samlífi við ýmsar lífverur svo sem fléttum og í einhverjum tegundum flatorma. Grænþörungar eru meira áberandi í fersku vatni og tegundir í sjó eru fáar miðað við fjölbreytnina í fersku vatni. Þeir eru breytilegir að gerð sem einfruma lífverur og svo geta þeir myndað sambýli sem eru þræðir eða himnur og slíka má sjá í fjörum, þó svo fjölfruma grænþörungar eru þar meira áberandi. Í grænþörungum eru litarefni sem eru sömu gerðar og hjá landplöntum, grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu sem mjölva (sterkju) í frumulíffærum kallast hvítplastíð. Þessar lífverur eiga fleiri einkenni sameiginleg af lífefna- og frumulíffræðilegum toga.

Grænþörungar teljast tegundaauðugastir af þörungum þar sem þekktar eru um 22.000 tegundir. Minnihluti þeirra tegunda lifir í sjónum eða um 920 tegundir. Á Íslandi hafa í heild verið skráðar 450 tegundir grænþörunga og 67 þeirra lifa í sjó.

Go to Top