Rauðþörungar (fylking Rhodophyta)
Plöntur þessar eru algengar víða í sjó en frekar sjaldgæfir í ferskvatni, rauðþörungar sem þar lifa eru suðlægir í útbreiðslu og lifa í hlýjum slóðum. Einhverjir rauðþörungar eru einfruma lífverur en flestir þeirra eru fjölfruma sjávarþörungar. Margir eru þangtegundir og sumar þeirra er að finna í verulegu mæli í fjörunni. Það er ýmislegt sem skilur rauðþörunga frá öðrum þörungum, en það helsta sem þar kemur við sögu eru önnur litarefni, sem að hluta er ekki að finna í öðrum þörungum, svokölluð phycobilin sem gefa rauðþörungunum lit sinn. Frumuveggir innihalda beðmi (sellulósa), gelan (slímkenndar sykrur) ásamt agar og karrageenan. Síðasttöldu efnin hafa mikla þýðingu í rannsóknum og matvælaiðnaði. Sæðisfrumur rauðþörunga eru ekki með svipu og þurfa því að berast með straumum að kvenkyns æxlunarfærum.
Rauðþörungar er nokkuð tegundaauðugur hópur á heimsvísu og um 7.000 tegundum hefur verið lýst, um 5% þeirra eru ferskvatnstegundir. Á Íslandi hafa í verið skráðar fimm tegundir sem lifa í ferskvatni en rauðþörungar sem hér lifa eru flestar sjávartegundir eða tæplega 90 talsins.