Lindýr2023-02-12T12:59:21+00:00
  • Hjartaskel

Lindýr (Mollusca, fylking)

Lindýr lifa flest í sjó, en einnig í ám eða vötnum. Sum lindýr lifa á landi. Þetta eru algeng dýr og nokkur fjölbreytni í líkamsgerð og búsvæðavali. Líkami þeirra er úr þremur megin hlutum: Bol (innyflahnúður), fót og möttli. Líffæri dæmigerðs lindýrs eru að finna í bolnum. Möttullinn sem einkennir lindýr er felling sem vex frá bakhlið bolsins og umlykur bolinn. Lindýr eru gjarnan með fót sem gengur niður úr bolnum. Þau eru með hol á milli bols og möttuls kallast það möttulshol, í því eru öndunarfæri sem oftast eru tálkn. Skel myndast með möttli og vex með honum, þurfa því ekki að endurnýja skelina þegar þau stækka.

Go to Top