Skrápdýr (Echinodermata, fylking)
Líkaminn hjá dæmigerðu skrápdýri er geislóttur á fullorðinsstigi og skiptast fimm eða fleiri geira og munnur undir miðju dýrinu. Stærðin getur verið frá einum cm og upp í 2 m. Skrápurinn er stoðkerfi þeirra, kerfi af nálum eða plötum í húðinni og gert úr kalki. Stoðgrind sem telst vera innri stoðgrind. Skrápdýr hafa svokallað sjóæðakerfi, æðarnar tengjast stilkum (sogfótum) sem ganga út úr húðinni. Við breytingu á vökvaþrýstingi geta þau hreyft stilkana eða breytt lögun á þeim. Hjá sumum skrápdýra eru smáar griptangir í yfirborði húðar. Þetta eru flóknir fjölfrumungar sem ekki eru með heila eða áberandi taugahnoðu. Dýrin eru flest einkynja en tvíkynja dýr finnast einnig. Eftir frjóvgun myndast lirfa sem er tvíhliða og er sviflæg þar til að hún sest að á botninum og þroskast í fullorðið dýr. Skrápdýr lifa öll í sjó og flest eru þau botnlæg, sum föst við botninn, önnur fara hægt yfir. Dýrin finnast frá fjöru og niður í dýpstu ála og í öllum höfum Jarðar. Til skrápdýra teljast um 7.300 tegundir og mikil fjöldi útdauðra tegunda hefur fundist, um 15.000 tegundir, og má rekja sögu þeirra með steingervingum allt aftur til Kambríum-tímabilsins (jarðsögulegt tímabil fyrir 541 – 485.4 milljónum ára).